Prófuðu vatnsbyssurnar – myndband
Öflugar slökkvibyssur varðskipsins Freyju voru ræstar og prófaðar á nýju ári. Frá þessu greinir í frétt á vef Landhelgisgæslunnar. Þar segir að Freyja hafi reynst sérlega vel þau rúmu þrjú ár sem skipið hefur verið í flota Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að skipið sé vel búið. Í því séu meðal annars öflugar slökkvibyssur sem eru séu ákaflega afkastamiklar. Þær geti dælt um 7200 rúmmetrum af sjó á klukkustund og kastað vatninu um 220 metra frá skipinu.
„Þennan búnað þarf reglulega að prófa og á dögunum voru slökkvibyssurnar ræstar sem er mikilvægt til að viðhalda þjálfun áhafnarinnar auk þess að kanna virkni búnaðarins,” segir í fréttinni.
„Dælurnar eru sérlega kraftmiklar og knúnar áfram af aðalvélum skipsins. Mikilvægt er að áhöfnin geti brugðist við ef eldur kemur upp í skipum, eða á hafnarsvæðum um allt land.”
Dróni varðskipsins var á lofti og fangaði þessar glæsilegu myndir.
Myndbandið má sjá hér að neðan.