„Það er ágætt að eiga varaskip“

Deila:

Ísfé­lag hf. og Skinn­ey-Þinga­nes hf. hafa samið um kaup nýs sameiginlegs félags á upp­sjáv­ar­skip­inu Jónu Eðvalds SF-200. Kaupverðið mun vera um 400 milljónir króna en skipið mun fá nafnið Júpíter VE. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Skipið verður selt án aflahlutdeilda sem fara til annarra skipa Skinneyjar-Þinganess.

Bæjarráð Hornafjarðar hafði forkaupsrétt á skipinu en nýtti hann ekki.

Í frétt Fiskifrétta er haft eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins: „Hugmyndin er að þetta félag eigi skipið sem verði síðan gert út til skiptis af eigendum félagsins, það er að segja Ísfélaginu og Skinney-Þinganesi. Þetta er hagræðing má segja; í staðinn fyrir að vera með tvö skip þá erum við með eitt skip saman. Það er ágætt að eiga varaskip ef menn lenda í stórum kvótum eða ef upp koma einhverjar óvæntar aðstæður.“

Deila: