Friðrik Þór og Snæfríður ráðin

Deila:

Friðrik Þór Hjálmarsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs Faxaflóahafna og tekur við stöðunni af Jóni Garðari Jörundssyni. Þá hefur J. Snæfríður hefur verið ráðin í stöðu sviðsstjóra hafnarinnviða Faxaflóahafna. Með þeirri ráðstöfun er sviðsstjórum fjölgað um einn og verða þá sex manns í framkvæmdarstjórn fyrirtækisins.

Frá þessu er sagt á vef Faxaflóahafna. Þar segir um Snæfríði:

Snæfríður er Faxaflóahöfnum kunn frá því hún starfaði um tíma sem gæðastjóri til leigu á vegum ráðgjafafyrirtækisins HSE  Consulting. Snæfríður hefur breiðan bakgrunn og víðtæka reynslu hún vann áður hjá Samherja, hjá Landvirkjun sem stöðvarvörður, HB-Granda sem forstöðumaður öryggis- og heilsu, HSE Consulting sem ráðgjafi og síðustu tvö ár starfaði Snæfríður sem áhafnarstjóri hjá Eimskip. Hún segir spennandi að taka þátt í þeirri innviðaþróun sem fram undan sé á komandi árum.

Um Friðrik segir: Friðrik Þór hefur undanfarin ár starfað hjá Faxaflóahöfnum en hann var ráðinn sem verkefnastjóri á upplýsingatæknideild árið 2021 og tók við sem deildarstjóri þar árið 2023. Friðrik hefur aflað sér góðrar þekkingar á fjármálum og hefur komið að öllum viðameiri verkefnum Faxaflóahafna tengd upplýsingatækni, fjármálum og viðskiptaþróun. Friðrik Þór er með BSc gráðu í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Deila: