Opnað fyrir umsóknir úr Fiskræktarsjóði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr Fiskræktarsjóði. Allar umsóknir og fylgigögn þurfa að berast á rafrænu formi í gegnum umsóknargáttina. Frá þessu greinir á vef Fiskistofu.
Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán eða styrki til verkefna sem þjóna eftirfarandi markmiðum:
-
að efla fiskrækt
-
bæta veiðiaðstöðu
-
styðja við rannsóknir í ám og vötnum
-
að auka verðmæti veiði úr ám og vötnum