Útkall vegna stýrislauss fiskibáts

Deila:

Rétt upp úr klukkan 5 í nótt kallaði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út áhöfnina á björgunarskipinu Björg á Rifi á mesta forgangi vegna fiskibáts með tvo um borð sem hafði misst stýrið og rak nálægt landi. Þetta kemur fram í tilkynningufrá Landsbjörgu.

„Fiskibáturinn var þá staddur rétt undan Svörtuloftum og rak í norður meðfram landi, aðeins um hálfa sjómílu frá landi. Um 15 mínútum eftir að áhöfnin var kölluð út, klukkan 5:20, var Björg lögð úr höfn og hélt áleiðis á vettvang. Björg var komin að bátnum rúmum 20 mínútum síðar og hófust strax aðgerðir við að koma tógi á milli skipanna,” segir í tilkynningunni.

Um klukkan sex var komin taug á milli og Björgin byrjuð að draga stýrislausa bátinn. Vel gekk að komast til hafnar.

Meðfylgjandi myndir eru frá aðgerðum í nótt.

Landsbjörg Björgin Snæfellsnes

Deila: