Hafró auglýsir nokkrar stöður

Deila:

Hafrannsóknastofnun auglýsir allnokkrar stöður lausar til umsóknar á vef sínum.

Fyrst ber að nefna tvær stöður á Ferskvatns- og eldissviði. Önnur staðan snýr að rannsóknum á lífríki ferskvatns. Markmið starfsins er að bæta grunn vísindalegrar þekkingar um vistfræði fiska í ám og vötnum á Íslandi þ.m.t. áhrifa umhverfisþátta, framkvæmda og nýtingar sem stuðli að vernd og sjálfbærri nýtingu fiskstofna. Hin staðan snýr að rannsóknum á villtum laxastofnum. Markmið starfsins er að bæta grunn vísindalegrar þekkingar um vistfræði laxastofna á Íslandi þ.m.t. áhrifa umhverfisþátta, fiskeldis, framkvæmda og nýtingar með styrkingu villtra stofna að leiðarljósi. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.

Jafnframt auglýsir Hafró eftir rannsóknafólki til starfa í sýna- og gagnavinnslu við selarannsóknir á starfsstöð stofnunarinnar á Hvammstanga, við rannsóknir sýna og gagnavinnslu í starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum og við rannsóknir sýna og gagnavinnslu í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Hafnarfirði.

Öll störfin lúta að öflun og úrvinnslu gagna og og í rannsóknaleiðöngrum á sjó.

Deila: