Þrjú frumvörp um sjávarútveg boðuð í febrúar og mars

Ríkisstjórnin boðar þrjú lagafrumvörp sem snúa að sjávarútvegi í febrúar og mars. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem ríkisstjórnin kynnti verkefnalista sinn. Málin eru í takt við það sem fram kom í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem kynnt var milli jóla og nýárs.
- Ríkisstjórnin boðar frumvarp um gagnsæi og tengda aðila í febrúar.
- Frumvarp um 48 daga strandveiðar verður lagt fram í mars.
- Enn fremur kom fram á fundinum að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi „þannig að það endurspegli raunveruleg verðmæti” verði lagt fram í mars í síðasta lagi.