Öllum sagt upp á Vigra RE

Deila:

Brim hefur sagt upp öllum sjómönnum á frystitogaranum Vigra VE. Þeir voru 52 talsins. Fiskifréttir greina frá þessu. Þar segir að sjómennirnir muni hafa forgang þegar kemur að því að ráða mannskap á önnur skip félagsins.

Í frétt Fiskifrétta kemur fram að kvótaskerðing sé ástæða uppsagnanna.

Brim á nú þrjá frystitogara, Vigra, Þreneyju og Sólborgu en Þerney RE, stærsta bolfiskveiðiskip Íslendinga, var keypt í fyrra. Ísfisktogararnir Akureyri AK, Viðey RE og Helga María RE eru í flota Brims og uppsjávarskipin Venus NS, Víking AK og Svan RE. Loks á Brim línubátinn Krjstján HF.

Deila: