Slippurinn Akureyri og Optimar efla samstarfið

„Við hjá Slippnum Akureyri tökum undir þessa framtíðarsýn og hlökkum til að sjá árangurinn af því að sameina sérþekkingu og reynslu til að byggja upp enn öflugra og
samkeppnishæfara fyrirtæki. Optimar er viðurkenndur frumkvöðull í sjávarútvegi, og við erum spennt að vinna enn nánar saman að lausnum fyrir viðskiptavini okkar, segir Páll Kristjánsson, framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri í fréttatilkynningu um að Optimar og Slippurinn Akureyri hafi ákveðið að efla samstarf sitt.
Í tilkynningunni kemur fram að fyrirtækin hyggist styrkja tengsl sín með stefnumarkandi samstarfi til að auka samkeppnishæfni og efla stöðu sína á innlendum og erlendum mörkuðum. Samvinnan muni skapa ný tækifæri fyrir bæði fyrirtækin og viðskiptavini þeirra.
„Með þessu samstarfi munu Slippurinn Akureyri og Optimar vinna náið saman að þjónustu og endurnýjun skipa. Jafnframt munu þau nýta sér sérþekkingu hvors annars til að bjóða fjölbreyttari vörur og lausnir sérsniðnar að fisk- og matvælaiðnaði. – Með sameiginlegu átaki styrkjum við þjónustunet okkar og fáum beinan aðgang að háþróaðri sérfræðiþekkingu,” er haft eftir Páli og Sigga Ólasyni, framkvæmdastjóra Optimar.
Fram kemur að þetta stefnumarkandi samstarf geri fyrirtkæjunum kleft að bjóða heildstæðari lausnir. Það styrkir framtíðarsýn þeirra og skuldbindingu til þróunar og
hönnunar á hátæknivæddum vinnslubúnaði og auðveldar framleiðslu á milli landa.