Reglugerð tryggi strandveiðar í 48 daga

Deila:

Ekki tekst að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða sem tryggja strandveiðar í 48 daga fyrir komandi strandveiðivertíð. Þess í stað ætlar matvælaráðherra í dag að leggja fram reglugerð sem tryggir veiðarnar. Þetta kom fram í frétt RÚV í gær.

Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra sagði við RÚV í gær að frumvarpið ætti jafnframt að tryggja utanumhald og eftirlit með strandveiðum.

„Við erum að tryggja ákveðinn fyrirsjáanleika með það hvenær þarf að sækja um leyfið. Við erum að tryggja að sá sem veiðir eigi 51 prósent eða meira í bátnum til þess að tryggja eins og við getum að þetta skilji eftir í heimahöfn eða heimabyggð eins og ætlunin er.“

Í máli Hönnu Katrínu kom fram í gær að veiðiheimildirnar yrðu sóttar úr félagslega pottinum svokallaða.

Deila: