Gullver með fullfermi til Hafnarfjarðar

Gullver NS landaði fullfermi í Hafnarfirði í vikunni, aðra vikuna í röð. Skipið kom þá 115 tonn af afla, að mestu ýsu og karfa að bryggju. Skipstjórar í túrunum tveimur voru Hjálmar Ólafur Bjarnason og Þórhallur Jónsson.
Í fyrri túrnum stýrði Hjálmar Ólafur skipinu. Í frétt á vef Síldarvinnslunanr er haft eftir honum að lögð hefði verið sérstök áhersla á ýsu- og karfaveiði. „Við reyndum fyrst við ýsu á Eldeyjarbankanum en þar var frekar dræmt. Þá var haldið á Melsekk til að ná í karfa og það gekk vel. Aftur var reynt við ýsu á Eldeyjarbanka í lok túrsins og það gekk mun skár en í fyrra sinnið,“ sagði Hjálmar. Hann bætti við að túrinn hefði tekið tvo og hálfan sólarhring og veðrið verið ágætt alla leiðina.
Þórhallur Jónsson skipstjóri stýrði Gullver í síðari túrnum og var sáttur með aflann. „Við byrjuðum á Selvogsbanka en fengum mest af ýsunni á Síðugrunni. Síðan var karfinn tekinn á Melsekk,“ sagði hann. Hann bætti við að gert væri ráð fyrir næsta veiðitúr á miðnætti og að landað yrði næst fyrir austan fyrir páskahátíðina.