Veiðifélag sektað

Matvælastofnun hefur á grundvelli laga um fiskeldi tekið stjórnvaldsákvörðun um að gera veiðifélagi að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 3.000.000 krónur fyrir að hafa flutt 150.000 seiði í eldisstöð sem hvorki er með rekstrar- né starfsleyfi til fiskeldis. Þetta kemur fram á vef MAST.
Telst brotið varða við 2. mgr. 11. gr. laga um fiskeldi nr. 71/2008. Matvælastofnun vinnur jafnframt að því að loka starfsemi stöðvarinnar.
„Við ákvörðun sektarinnar var tekið tillit til alvarleika brotsins, hvað það stóð yfir lengi, samstarfsvilja veiðifélagsins, hvort um ítrekað brot hafi verið um að ræða, verðmæti ólögmætrar framleiðslu og hvort félagið hafi eða hafi getað haft ávinning af brotinu.”
Myndin er úr safni.