Einfaldara umsóknarferli og styttri afgreiðslutími

Á næstu dögum og vikum mun Samgöngustofa innleiða breytt fyrirkomulag við afgreiðslu ýmissa skírteina og leyfa sem tengjast siglingum, þar á meðal atvinnuskírteina, áritana á erlend atvinnuskírteini, undanþága, sjóferðabóka og haffærisskírteina. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu.
Eftir breytingarnar verður hægt að ganga frá greiðslu samhliða útfyllingu rafræns umsóknareyðublaðs.
Markmiðið er að einfalda umsóknarferlið fyrir notendur og stytta afgreiðslutíma með skilvirkari reikningagerð og kvittunum, að því er fram kemur í fréttinni.