Vísisskipin að landa – misjöfn aflabrögð

Deila:

Skip Vísis hafa nýverið landað afla í heimahöfn. Jóhanna Gísladóttir GK kom með 25 tonn eftir stuttan túr á Síðugrunni. Aflinn var rýr að sögn skipstjóra, en tveir túrar þar á undan skiluðu fullfermi. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar.

Páll Jónsson GK landaði tæpum 80 tonnum í gær. Þar var áhersla lögð á keilu og löngu með góðum árangri.

Sighvatur GK landaði í morgun með tæplega 40 tonnum, mest ýsu og löngu. Aflabrögð voru róleg, en stefnt er á veiðar á ný í kvöld.

Deila: