Enn ósamið um þinglok

Deila:

Þingflokksformenn stjórnar og stjórnarandstöðu reyna enn að semja um frmahald þingstarfa og þinglok. Frumvarp um veiðigjöld er helsta bitbeinið.

Veiðigjaldsfrumvap Hönnu Katrínar Friðriksson var rætt á þingfundi fram eftir síðustu nótt og þeirri umræðu var framhaldið á þingfundi sem hófst klukkan tíu í morgun og hefur staðið yfir í dag.

Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi málþófi vegna málsins undanfarnar vikur. Þegar þetta er skrifað bendir fátt til að samkomulag sé handan við hornið.

Deila: