Magnús Þór látinn

Deila:

Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi alþingismaður og fjölmiðlamaður, lést 30. júní eftir að bátur hans, Ormurinn langi AK‑64, sökk nærri Patreksfirði. Magnús var a strandveiðum. Hann var einn um borð og var úrskurðaður látinn eftir að hafa verið bjargað upp úr sjónum.

Magnús Þór var 61 árs gamall. Hann sat á Alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn 2003–2007 og hafði einnig verið virkur innan Flokks fólksins. Hann var menntaður bú- og fiskifræðingur og starfaði við rannsóknir, kennslu og fjölmiðla bæði hérlendis og erlendis.

Lögregla og Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins. Magnús lætur eftir sig fjórar dætur.

Deila: