84% þorsksins kominn á land

Deila:

Strandveiðiflotinn hefur, þegar þetta er skrifað, veitt 84% þess þorsk sem upphaflega var úthlutað til strandveiða. Ríkisstjórnin hefur lofað að tryggja strandveiðar út ágústmánuð. Tímabilið er nú hálfnað og einum degi betur.

Á Vesturlandi (svæði A) hafa veiðst 4.575 tonn af þorski, 2.011 tonn á svæði D (Suðurlandi að Borgarfirði), 1.665 á svæði B, (frá Ströndum að Eyjafirði) og 946 tonn á svæði C, sem er Norðaustur og Austurland.

Flotinn veiddi 346 tonn í gær. 1. júlí. Mest var veitt þann 19. maí, eða 431 tonn.

Ekki liggur fyrir með hvaða hætti bætt verður við pottinn en frumvarp ríkisstjórnarinnar um strandveiðar liggur óafgreitt í þinginu, þar sem stjórnarandstaðan hefur haldið uppi málþófi um frumvarp um veiðigjald vikum saman.

Deila: