Árni Friðriksson lagstur í makrílrannsóknir

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr höfn 30. júní til þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarrannsóknaleiðangri. Eitt af meginmarkmiðum hans er að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi. Frá þessu segir á vef Hafró.
Þar segir í leiðangrinum verði einnig aflað gagna sem nýtist við vöktun og fjölbreyttar rannsóknir á ýmsum þáttum vistkerfisins þ.m.t. frumframleiðni, ástand sjávar, samsetningu og magn átu og breytileika á umhverfiserfðaefni í sjó.
Einnig segir að þetta sé sextánda árið í röð sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í leiðangrinum ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum og Danmörku. „Yfirferðasvæði Árna er fyrir norðan, austan, sunnan og vestan landið ásamt svæðis í grænlenskri lögsögu norðan Íslands og í kringum Jan Mayen (Mynd 1). Líkt og áður er hægt að fylgjast með staðsetningu og feril Árna hér. ”
Leiðangurinn á Árna stendur að sögn yfir í 26 daga og verða sigldar tæplega 4700 sjómílur eða um 8700 km og 47 yfirborðstogstöðvar verða teknar á fyrirfram ákveðnum stöðum. Um borð munu vera 6 vísindamenn, 3 háskólanemar og 17 manna áhöfn.