Nokkrir komnir yfir 17 tonn

Aflahæstu bátarnir á strandveiðum hafa veitt meira en 17 tonn af þorski. Meðalverð óslægðs þorsks á uppboðsmörkuðum hefur frá byrjum maí verið 493 krónur að jafnaði. Það þýðir að gera má ráð fyrir að þessir bátar hafi veitt fyrir um 8,5 milljónir króna fyrstu tvo mánuði strandveiðivertíðarinnar. Þeir sem veiða stærri fisk fá betra verð.
Hér fyrir neðan má sjá aflahæstu bátana í þorski.
Habbý ÍS 778 (7175) | 17342 kg |
Skarpur BA 373 (6728) | 17148 kg |
Arnar ÁR 55 (2794) | 17074 kg* |
Margrét BA 150 (7727) | 17067 kg |
Gjóla BA 705 (6237) | 17050 kg |
Haukur ÍS 154 (7445) | 17047 kg |
Kári BA 132 (7347) | 17046 kg |
Mávur BA 211 (7873) | 17018 kg |
*Arnar ÁR hefur landað 847 kílóum af umframafla, samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu.
Úr tölum Fiskistofu má einnig lesa að Norðurfjörður, Hornafjörður og Borgarfjörður Eystri eru þær þrjár hafnir þar sem meðalvigt þorsks í róðri er hæst. Á Norðfirði er meðaltalið 636 kg. af þorski. Til samanburðar er meðaltalið í Sandgerði 393 kíló og í Reykjavík 237 kíló.
Norðurfjörður | 636 kg |
Hornafjörður | 635 kg |
Borgarfjörður Eystri | 632 kg |
Brjánslækur | 628 kg |
Drangsnes | 609 kg |
Skagaströnd | 608 kg |