Hanna Kata bætir í pottinn

Deila:

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um strandveiðar hefur ekki komist á dagskrá þingsins til afgreiðslu.

Búið er að veiða tæplega 9000 tonn.

Deila: