Fyrsta landtenging herskips

Deila:

Eftirlitsskip danska sjóhersins, Vædderen F359, lagðist að bryggju við Faxagarð í Reykjavík þann 15. júlí og tengdist þar rafmagni frá landi. Um er að ræða fyrsta skipti sem herskip nýtir sér landtengingu í höfn sem rekin er af Faxaflóahöfnum, og markar það tímamót í þróun umhverfisvænnar hafnarstarfsemi. Verkefnið er afrakstur góðs samstarfs milli Faxaflóahafna og danska flotans.

Landtenging herskipsins er mikilvægt skref í átt að markmiði Faxaflóahafna um að gera öllum skipum kleift að tengjast rafmagni frá landi í stað þess að knýja sig áfram með eigin vélum í höfn. Slíkt dregur úr mengun og hávaða og stuðlar að sjálfbærari rekstri hafnarinnar.

Faxaflóahafnir hyggjast áfram efla innviði sína með áherslu á öryggi, umhverfisvernd og aukna skilvirkni. Markmiðið er að skapa skilyrði fyrir fjölbreyttar tegundir skipa til að nýta sér landtengingu í framtíðinni.

Myndir af skipinu má sjá hér.

Deila: