Frumvarp um lagareldi í febrúar

Deila:

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra boðar nýtt frumvarp sem felur í sér ný heildarlög um lagareldi. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í gær.

Síðasta útgáfa frumvarpsins var ekki tekin til þinglegrar meðferðar.

Fram kemur að frumvarpið verði lagt fram í febrúar.

Deila: