Jökull SK 16 sökk aftur

Deila:

Jökull SK 16 sökk við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði um helgina. tilkynnt var um atburðinn klukkan átta á laugardagskvöldi. Tilraunir til að dæla sjó úr bátnum báru ekki árangur en lögregla rannsakar tildrög málsins. Skipið hefur ekki verið í notkun um hríð.

Báturinn sökk áður árið 2020, þá einnig bundinn við bryggju. Meðfylgjandi mynd er frá því atviki.

Deila: