Bresk freigáta á Akureyri

Freigáta breska flotans, HMS Somerset, er í heimsókn á Akureyri og hefur þar fengið hlýjar móttökur, þrátt fyrir kuldann. Þetta kemur fram í frétt á vef UK Defence Journal. Heimsóknin er liður í yfirstandandi aðgerðum breska flotans á Norður-Atlantshafi.
HMS Somerset er freigáta af gerðinni Type 23 Duke-class, tekin í notkun árið 1996. Hún er hönnuð til kafbátahernaðar en ber einnig vopn til varnar á yfirborði og í lofti, þar á meðal Sea Ceptor-flaugakerfið og nýlega kynntu Naval Strike Missile (NSM).
Að því er fram kemur í fréttinni getur NSM-flaugin ráðist á óvinaskip eða skotmörk á landi í meira en 100 mílna fjarlægð og er talin mikilvæg viðbót við breska flotann. Fyrr á þessu ári framkvæmdi Somerset fyrstu vel heppnuðu skotæfinguna með NSM-flaug á æfingunni Aegir 25 á Andøya-æfingasvæðinu í Noregi ásamt norskum og pólskum hersveitum.
Varnarmálaráðherrann Luke Pollard segir að flaugin „muni veita breska flotanum og bandamönnum okkar forskot gegn óvinum okkar“ og lýsir árangrinum sem sönnun fyrir sterku samstarfi Bretlands og Noregs. Skipherrann Matt Millyard hrósaði áhöfn sinni fyrir „fagmennsku og teymisvinnu“ í flóknu innleiðingarferli.
Fram kemur að staðsetning og innviðir Akureyrar geri bæinn að verðmætum viðkomustað fyrir skip Atlantshafsbandalagsins sem starfa á Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum.
Warm reception in a beautiful cold Akureyri.#HMSSomerset #F82 #Akureyri #Iceland pic.twitter.com/6JfeykTAhE
— HMS Somerset (@HMSSomerset) October 26, 2025