Birta niðurstöður úr hvalatalningum

Deila:

Niðurstöður úr hvalatalningum Hafrannsóknastofnunar, sem stóðu frá 10. júní til ágúst 2024, verða kynntar í næsta mánuði. Frá þessu greina Fiskifréttir.

Talningarnar voru hluti af alþjóðlega verkefninu NASS sem Ísland tók þátt í ásamt Noregi, Færeyjum og Grænlandi. Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir við Fiskifréttir að úrvinnslan sé á lokametrunum og fyrstu tölur væntanlegar í nóvember. Seinni hluti talninganna fór fram á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni HF, sem var þar með í sínu síðasta verkefni áður en það var selt til Noregs.

Samkvæmt Fiskifréttum hefur hvalagengd verið óvenju mikil við landið í sumar, einkum í Eyjafirði og víðar norðanlands.

Deila: