Björgunarskipið fór ekki í gang

Á ellefta tímanum í morgun fékk björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein útkall vegna vélarvana báts skammt undan Garðskaga.
Samkvæmt tilkynningu frá björgunarbátasjóði Suðurnesja brást áhöfnin þegar við kallinu og hóf undirbúning fyrir brottför.
Við þann undirbúning kom hins vegar í ljós bilun í rafkerfi skipsins sem olli því að geimar þess voru tæmdir og vélar ekki gangfærar.
Áhöfnin brugðust fljótt við og unnið er nú að því að gera skipið útkallshæft á ný.
