Ný lausn í fiskeldi

Deila:

Wisefish hefur gert samning við íslenska landeldisfyrirtækið First Water um að innleiða nýja fiskeldislausn fyrirtækisins. Frá þessu segir í tilkynningu.

Lausnin mun að sögn gera First Water kleift að hafa fjárhagslega yfirsýn og rekjanleika yfir alla virðiskeðjuna, frá seiðum til lokaafurðar, allt á einum stað.

Samkvæmt tilkynningunni segir Ómar Grétarsson, sölu- og markaðsstjóri First Water, að með auknu umfangi hjá fyrirtækinu sé lykilatriði að hafa kerfi sem geri sölustarfsemi og flutningsferla skilvirkari og veiti betri innsýn í framleiðslustýringu, kostnað og framlegð. Hann segir að Wisefish-stjórnunarkerfið styðji við betri yfirsýn og hjálpi fyrirtækinu að vaxa á skilvirkan og arðbæran hátt.

Siggeir Örn Steinþórsson, framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála hjá Wisefish, segir að fyrirtækið sé stolt og ánægt að fá First Water sem notanda á nýju eldislausninni. Hann bendir á að áherslur First Water á vöxt, sölustýringu og sjálfbærni falli vel að þeirri lausn sem Wisefish hafi þróað á undanförnu ári og að hann hlakki til að innleiða kerfið hjá þeim.

Frá vinstri: Viðar Engilbertsson, Ragnheiður Ásgrímsdóttir, Björg Guðmundsdóttir og Ómar Grétarsson.

Deila: