242.000 tonn af loðnukvótanum til útlendinga

217
Deila:

Skipting 904.000 tonna loðnukvóta milli landa er með þeim hætti að í hlut Íslands koma 662.064 tonn. Af því tekur ríkið til sín 5,3% eða 35.089 tonn, sem það deilir svo til útgerða í skiptum fyrir þorsk. Því koma 626.975 tonn til úthlutunar samkvæmt aflahlutdeildarkerfinu.

Hlutur Norðmanna verður 75.760 tonn, Grænlendingar fá 66.791 tonn og Færeyingar 29.962 tonn. Samtals fá þessi lönd því 242.000 tonn í sinn hlut.

Þetta verður stærsta loðnuvertíð frá árinu 2002, en þá veiddust 1.295.000 tonn. Þetta verður einnig fyrsta árið sem haustveiði verður að einhverju marki síðan 2002. Þá veiddust samtals 340.000 tonn að sumri og hausti. Tíu sinnum hefur heildaraflinn farið yfir eina milljón tonna. Það mark náðist árin 1985 til 1988, árið 1993, 1996 og 1997, sem var metár með afla upp á tæplega 1,6 milljónir tonna.

Engin loðnuveiði var leyfð árið 1982 og og árið 1983 veiddust aðeins 133.000 tonn. Engin veiði var svo tvö síðustu árin.

Deila: