-->

26 þúsund tonn veiddust af loðnu í febrúar

Heildarafli í febrúar 2021 var rúmlega 76 þúsund tonn sem er 48% meiri afli en í sama mánuði árið 2020. Uppsjávarafli var 28 þúsund tonn en var 6.600 tonn í febrúar árið á undan. Þar af var rúmum 26 þúsund tonnum af loðnu landað en engin loðna veiddist allt árið í fyrra. Botnfiskafli var tæp 46 þúsund tonn.

Á 12 mánaða tímabili, frá mars 2020 til febrúar 2021, var heildaraflinn rúmlega ein milljón tonn sem er álíka magn og var landað á sama 12 mánaða tímabili ári áður. Uppsjávarafli var 564 þúsund tonn, botnfiskafli 474 þúsund tonn og flatfiskafli tæp 25 þúsund tonn.

Afli í febrúar metinn á föstu verðlagi sýnir 9,5% meiri aukningu í verðmætum en í febrúar 2020.

Fiskafli
  Febrúar Mars-febrúar
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 74,2 81,3 9,5
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 51.559 76.164 48 1.015.136 1.068.308 5
Botnfiskafli 43.930 45.763 4 467.741 474.271 1
Þorskur 28.875 29.223 1 267.757 282.713 6
Ýsa 4.549 4.880 7 53.157 55.728 5
Ufsi 3.420 4.098 20 61.316 51.354 -16
Karfi 5.031 4.868 -3 53.733 53.163 -1
Annar botnfiskafli 2.055 2.694 31 31.778 31.314 -1
Flatfiskafli 862 1.976 129 20.582 24.883 21
Uppsjávarafli 6.577 28.143 328 517.012 564.180 9
Síld 0 471 138.084 134.273 -3
Loðna 0 26.133 0 26.133
Kolmunni 6.577 1.539 -77 250.842 252.239 1
Makríll 0 0 128.085 151.534 18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 1 1 -11
Skel-og krabbadýraafli 190 281 48 9.798 4.964 -49
Annar afli 0 0 3 10 206

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu  Hagstofunnar eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...