-->

Engin vandamál, bara lausnir

Maður vikunnar að þessu sinni er Vopnfirðingur, en starfar við sölu frosinna sjávarafurða frá Íslandi í Þýskalandi. Hann hóf sjósókn 14 ára gamall sem háseti með afa sínum. Í einum róðrinum kom hnúfubakur upp með síðustu trossunni og leist þeim ekki á blikuna. „Held ég hafi aldrei verið eins hræddur og þegar sporður hvalsins kom upp að síðu trillunnar.“

Nafn:
Eiríkur Páll Aðalsteinsson.

Hvaðan ertu?

Ég er Vopnfirðingur.

Fjölskylduhagir?

Giftur Dalvíkurmærinni Kristínu Valsdóttur.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa hjá Marós GmbH í Cuxhaven (Þýskalandi). Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu frosinna sjávarafurða, með áherslu á einfrysta gæðavöru frá Íslandi.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði að vinna í sjávarútvegi þegar ég var 14. ára. Vann sem háseti hjá afa (Hreini Björgvinssyni) á sumrin en hann gerði þá út bátinn Edda NS 113 og við vorum við þorskveiðar.

 Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Ætli það sé ekki fjölbreytileikinn, þú kemur í vinnuna á morgnana og hefur í raun ekki hugmynd um hvernig dagurinn mun spilast. Þannig er enginn vinnudagur eins.

 En það erfiðasta?

Ætli það sé ekki sú óvissa sem við lifum við í dag. Annars trúir maður því sem Hilmar Jósefsson sagði svo oft; „Það eru ekki nein vandamál, bara lausnir“

 Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það hefur margt skemmtilegt gerst frá því maður flutti hingað út og hóf störf. Ætli skrýtnasta/eftirminnilegasta atvikið sé þó ekki þegar við afi vorum að draga síðustu trossuna einn góðan sumardag árið 2004 og í henni var fastur hnúfubakur. Held ég hafi aldrei verið eins hræddur og þegar sporður hvalsins kom upp að síðu trillunnar.

Hver er eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég hef unnið með mörgu góðu fólki frá því ég byrjaði að vinna í sjávarútvegi og því  ekki svo auðvelt að gera upp á milli. Mér efst í huga eru góðir vinir á Vopnafirði (þeir taka þetta til sín sem eiga), Jakob Atla (Kobbi) og Ella Sævars.

Hver eru áhugamál þín?

Ég hef mikinn áhuga á íþróttum, útiveru og ferðalögum.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Ég hef dálæti af gömlum íslenskum mat og þar eru mér kjötsúpa og sviðakjammar með rófustöppu efst í huga.

Hvert færir þú í draumfríið?

Gott frí með góðu fólki til Slóveníu, í fjallgöngu og vínsmökkun. Þar fast á hæla kæmi golfferð í góðum félagsskap.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Nýtt varðskip beri nafn Freyju

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra þess efnis að þegar verði hafist handa við kaup á nýlegu skipi í stað...

thumbnail
hover

SVN semur um smíði 380 tonna...

Í gær var undirritaður samningur við vélsmiðjuna Héðin um smíði á 380 tonna fiskimjölsverksmiðju sem sett verður upp í Neskau...

thumbnail
hover

Vinnur með fullt af frábæru fólki

Maður vikunnar er mannauðs- og öryggisstjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Hana langar til að ferðast um Vestfirði en þang...