-->

Pönnusteikt rauðspretta í uppáhaldi

Maður vikunnar er Ísfirðingur sem hóf störf í sjávarútvegi hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal. eftir grunnskóla. Nú er hún nýkomin til starfa frá Brimi. Hún hefur áhuga á prjónaskap og útivist.

Nafn:

Kolbrún María Elfarsdóttir.

Hvaðan ertu?

 Ísafirði.

Fjölskylduhagir?

Gift og á einn 4 ára strák.

Hvar starfar þú núna?

Ég er nýbyrjuð að vinna í Brimi.  

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði að vinna í HG (Hraðfrystihúsið Gunnvör) sumarið eftir 10. bekk, árið 2007.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Skemmtilegast er að vinna við það sem maður hefur áhuga á en svo er enginn dagur eins og alltaf eitthvað nýtt sem kemur upp.

En það erfiðasta?

Það eru auðvitað ýmsar áskoranir sem fylgja en flestar er hægt að leysa með góðu móti.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ég var einu sinni lamin í höfuðið af samstarfsmanni vegna smá misskilnings.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það eru margir eftirminnilegir vinnufélagar úr HG.

Hver eru áhugamál þín?

Prjóna og allskonar útivist, hlaupa, hjóla, fara í fjallgöngur og á gönguskíði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Pönnusteikt rauðspretta með rjómasósu, kartöflum og tómötum.

Hvert færir þú í draumfríið?

 

Mig dreymir um skemmtilegt fjölskyldufrí í Noregi, Danmörku eða Svíþjóð.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ágætur afli

Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...

thumbnail
hover

Álaveiðar mögulegar sem búsílag

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...

thumbnail
hover

Einfalda löggjöf um áhafnir skipa

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...