48.000 þorskar drápust í eldiskví

190
Deila:

Norska þorskeldisfyrirtækið Stadt Torsk varð fyrir miklu áfalli í síðustu viku. Þá drápust meira en 48.000 þorskar í kvíum félagsins. Ekki liggur fyrir hver orsökin er enda hefur endanleg skýrsla um dauðann ekki verið send heilbrigðisyfirvöldum. Sýni hafa verið tekin úr þorskinum og er niðurstaðna að vænta síðar í vikunni.

Þessi fjöldi þorska svarar til um 100 tonna og er um fjórðungur alls þorsks hjá fyrirtækinu. Verið er að meta hið fjárhagslega tjón, en ekki er talið að þessi miklu skaði hafi mikil áhrif á áframhaldandi vöxt og viðgang félagsins. Talið er að einhver utanaðkomandi áhrif hafi valdið fiskidauðanum, sem varð í tveimur af þremur kvíum í stöðinni. Fiskurinn í þriðju kvínni virðist hafa sloppið.

Deila: