
50 tonna „plastari“ til Grænlands
Þessi nýsmíðaði laglegi Grænlendingur kom inn til Grindavíkur í fyrrakvöld á leið sinni frá Danmörku til Nuuk á Grænlandi. Ætlunin er að gera hann út á línu og er hann hingað kominn til að taka beitningarvél um borð.
Það eru Bredgaard boats í Rødbyhavn í Danmörku sem smíðuðu bátinn, sem er úr trefjaplasti og sjósettu þann 15. júní síðastliðinn. Hann er 14,99 metrar á lengd, 5,9 metrar á breidd og 50 brúttótonn.
Mynd og texti af fésbókarsíðu Jóns Steinars Sæmundssonar, báta og bryggjubrölt
Tengdar færslur
ISI tapaði 300 milljónum
Iceland Seafood International (ISI) tapaði 2,1 milljón evra á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 296 milljónum á gengi dagsins, að...
Eimskip hagnast um 5 milljarða
Tekjur Eimskips á öðrum ársfjórðung námu 283,1 milljón evra sem er 34,1% aukning samanborið við annan ársfjórðung í fyrra. Rek...
Auknar rekstrartekjur Síldarvinnslunnar
„Reksturinn gekk vel á öðrum ársfjórðungi og var kolmunnaveiðin með besta móti. Framleiðsla í fiskimjölsverksmiðjum félagsin...