-->

50 tonna „plastari“ til Grænlands

Þessi nýsmíðaði laglegi Grænlendingur kom inn til Grindavíkur í fyrrakvöld á leið sinni frá Danmörku til Nuuk á Grænlandi. Ætlunin er að gera hann út á línu og er hann hingað kominn til að taka beitningarvél um borð.

Það eru Bredgaard boats í Rødbyhavn í Danmörku sem smíðuðu bátinn, sem er úr trefjaplasti og sjósettu þann 15. júní síðastliðinn. Hann er 14,99 metrar á lengd, 5,9 metrar á breidd og 50 brúttótonn.

Mynd og texti af fésbókarsíðu Jóns Steinars Sæmundssonar, báta og bryggjubrölt

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

ISI tapaði 300 milljónum

Iceland Seafood International (ISI) tapaði 2,1 milljón evra á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 296 milljónum á gengi dagsins, að...

thumbnail
hover

Eimskip hagnast um 5 milljarða

Tekjur Eimskips á öðrum ársfjórðung námu 283,1 milljón evra sem er 34,1% aukning samanborið við annan ársfjórðung í fyrra. Rek...

thumbnail
hover

Auknar rekstrartekjur Síldarvinnslunnar

„Reksturinn gekk vel á öðrum ársfjórðungi og var kolmunnaveiðin með besta móti. Framleiðsla í fiskimjölsverksmiðjum félagsin...