500 bátar komir með leyfi til strandveiða

135
Deila:

Alls hafa 500 bátar fengið leyfi til strandveiða sem er fjölgun um 37 frá í fyrra.  Að lokinni fyrstu vikunni er aflaaukning á öllum svæðum nema D.  Þar standa aflatölur í stað miðað við tvö síðustu ár – 150 tonnsamkvæmt frétt frá Landssambandi smábátaeigenda.

Fjöldi landana er komin yfir eittþúsund, en voru 619 eftir fyrstu viku strandveiða 2020.  Munurinn liggur að mestu í að nú hefur víðast hvar verið einmuna blíða á miðunum, en í fyrra byrjaði tímabilið með brælu.  Jafnframt munar um að 50 fleiri bátar hafa hafið veiðar nú en í fyrra.

Afli þeirra 387 báta lönduðu í vikunni er 702 tonn, þar af 674 tonn þorskur.

 

Deila: