6.000 tonn af makríl komin í hús

86
Deila:

„Makrílvertíðin hefur verið sveiflukennd en í heildina tekið gengur hún samkvæmt áætlun. Við höfum tekið við um 6.000 tonnum til vinnslu frá og með fyrstu löndun 12. júní,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali á heimasíðu VSV.

„Vertíð byrjaði vel, svo kom kafli þar sem veiði var dræm en meiri kraftur færðist í þær undanfarna tvo sólarhring. Landað var úr Huginn á mánudag, í gær var landað úr Kap og Ísleifur beið löndunar.“

Huginn hélt til veiða á nýjan leik seint í fyrrakvöld og var síðdegis daginn eftir suður af Vestmannaeyjum.

„Við fengum 90 tonn í holli í nótt en eftir það hefur verið rólegt,“ sagði Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri í spjalli í gær.

„Hér er blíðuveður og það teljast kjörstæður til að ná makrílnum.“

 

Deila: