-->

62.000 tonn af makríl veidd

Makrílafli íslenskra skipa er nú orðinn um 62.000 tonn samkvæmt aflastöðulista fiskistofu í gærkvöldi. Leyfilegur heildarafli er 151.000 tonn og því 89.000 tonn óveidd. Eftir því sem líður á haustið verður makríllinn feitari og betri afurðir fást úr honum.

Aflahæstu stóru skipin nú eru Venus NS með 5.150 tonn, Víkingur AK með 5.000 tonn og Huginn VE með 4.500 tonn.

Þrír aflahæstu smábátarnir eru Brynja SH með 122 tonn, Júlli Páls SH með 121 og Fjóla GK með 120 tonn.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Kolmunnaskipin bíða skimunar

Kolmunnaskipin liggja enn í Norðfjarðarhöfn og bíða áhafnir þeirra eftir niðurstöðu skimunar fyrir Covid-19. Ráðgert er að hal...

thumbnail
hover

Lítil sókn í grásleppuna

Lágt afurðaverð hefur dregið úr sókn í grásleppuveiðar í upphafi vertíðar. Kínverjar kaupa enga grásleppu og hrognaverð er l...

thumbnail
hover

Fiskverð lækkar

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna, sem haldinn var 3. apríl 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjara...