-->

62.000 tonn af makríl veidd

Makrílafli íslenskra skipa er nú orðinn um 62.000 tonn samkvæmt aflastöðulista fiskistofu í gærkvöldi. Leyfilegur heildarafli er 151.000 tonn og því 89.000 tonn óveidd. Eftir því sem líður á haustið verður makríllinn feitari og betri afurðir fást úr honum.

Aflahæstu stóru skipin nú eru Venus NS með 5.150 tonn, Víkingur AK með 5.000 tonn og Huginn VE með 4.500 tonn.

Þrír aflahæstu smábátarnir eru Brynja SH með 122 tonn, Júlli Páls SH með 121 og Fjóla GK með 120 tonn.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffengur þorskur með hnetum

Sumum finnst fiskur dýr, en ekki má gleyma því að þegar flök eða hnakkar eru keyptir ferskir eða saltaðir, er nánast engin rýrnu...

thumbnail
hover

Skýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með...

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarr...

thumbnail
hover

Iðandi af ungu fólki

Síðustu vikur hefur húsnæði Brims verið iðandi af ungu fólki en Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Reykjavík, hefur haft aðst...