800 mílna sigling á miðin

119
Deila:

Venus NS og Víkingur AK eru nú á leiðinni á kolmunnamiðin vestur af syðsta odda Írlands en þangað er um 800 sjómílna sigling frá Reykjavík, Skipin létu úr höfn síðdegis á sunnudag og að sögn Alberts Sveinssonar, skipstjóra á Víkingi, verða þau komin á miðin nú í kvöld.

,,Það er búið að vera leiðinlegt veður á leiðinni og útlitið er rysjótt. Samkvæmt veðurspánni á vind að hægja aðeins í dag en svo herðir aftur á. Ég er þokkalega bjartsýnn á að það verði veiðiveður strax eftir helgi,” segir Albert í samtali á heimasíðu Brims, en að sögn hans er mikill fjöldi skipa á veiðisvæðinu. Mest er um rússnesk skip en Norðmenn og Færeyingar eru einnig á svæðinu. Eitt íslenskt skip var komið á veiðisvæðið um hádegisbilið í gær en að sögn Alberts voru veiðar ekki hafnar.
,,Kolmunninn hrygnir um þessar mundir en svo gengur hann norður eftir í ætisleit. Það er einhver veiði og nú síðast heyrði ég af norsku skipi sem meldaði sig í land í dag með 1.950 tonna afla,” sagði Albert Sveinsson.

Deila: