-->

90 tonn eftir þrjá daga

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær. Aflinn var 90 tonn og uppistaða hans þorskur og ufsi. Skipið hafði verið í þrjá daga að veiðum. Heimasíðan ræddi stuttlega við Steinþór Hálfdanarson stýrimann í morgun. „Jú, þessi afli fékkst á þremur dögum, en mest fengum við á einum sólarhring. Við vorum að veiðum í Berufjarðarál og í Hvalbakshallinu. Farið var út á ný í gærkvöldi og við vorum að taka fyrsta holið í Berufjarðarálshorni. Það var heldur lítið í, kannski 3-4 tonn eftir að dregið hafði verið í 3-4 tíma. Sjórinn er kaldur hérna núna og botnhitinn býsna lágur,“ segir Steinþór.
Ljósm. Þorgeir Baldursson

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hafsbotninn kortlagður

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt af stað í kortlagningu hafsbotnsins þann 23. júní og mun leiðangurinn standa til 1. júlí....

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...