90 tonn eftir þrjá daga

120
Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær. Aflinn var 90 tonn og uppistaða hans þorskur og ufsi. Skipið hafði verið í þrjá daga að veiðum. Heimasíðan ræddi stuttlega við Steinþór Hálfdanarson stýrimann í morgun. „Jú, þessi afli fékkst á þremur dögum, en mest fengum við á einum sólarhring. Við vorum að veiðum í Berufjarðarál og í Hvalbakshallinu. Farið var út á ný í gærkvöldi og við vorum að taka fyrsta holið í Berufjarðarálshorni. Það var heldur lítið í, kannski 3-4 tonn eftir að dregið hafði verið í 3-4 tíma. Sjórinn er kaldur hérna núna og botnhitinn býsna lágur,“ segir Steinþór.
Ljósm. Þorgeir Baldursson

 

 

Deila: