Á þorskveiðum í Barentshafi

Samherji sendir bestu kveðjur til starfsmanna og samstarfsmanna til sjós og lands með þakklæti fyrir samstarfið á því ári sem er að líða.  „Bjartari dagar eru framundan og nýtt ár að hefjast með fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum.  Það er von okkar að við munum eiga ánægjulegt samstarf áfram.

Sérstakar kveðjur fá þeir sem  standa vaktina um jól og áramót, fjarri sínum nánustu. Skipverjar á skipum dóttur- og hlutdeildarfélaga Samherja eru á þorskveiðum í Barentshafi, þar sem ekki nýtur mikils dagsljóss á þessum tíma árs,“ segir í kveðjunum, sem birtar eru á heimasíðu Samherja.

Brynjólfur Oddsson skipstjóri á Lodario og áhöfn hans koma í land í byrjun janúar eftir um tveggja mánaða úthald.

Sigurbjörn Reimarsson skipstjóri á Kirkella og áhöfn hans verða í landi um áramót.

Björn Valur Gíslason skipstjóri á Emeraude og áhöfn hans eru á leið í land og koma til heimahafnar í St.Malo á Gamlársdag.

Jón Ólafur Halldórsson skipstjóri á Norma Mary og áhöfn hans verða á sjó um áramót.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Einum og mikið af því góða

Beitir NK kastaði á síldarmiðunum austur af landinu um hádegi í gær. Dregið var í um 40 mínútur og reyndist aflinn vera 1.320 ton...

thumbnail
hover

„Áströlsku stelpurnar“ heimsóttu Fáskrúðsfjörð

Undanfarnar tvær vikur hafa tvær konur frá Ástralíu verið í heimsókn á Fáskrúðsfirði. Það er langt ferðalag að ferðast fr...

thumbnail
hover

Taka ákvörðun um makrílbætur á næstu...

Sjávarútvegsfyrirtæki sem fengu minni makrílkvóta úthlutað á árunum 2011 til 2014 en lög gerðu ráð fyrir, bræða nú með sér...