-->

Að kyssa stóra feita grásleppu úti á kví

Maður vikunnar nú, er fædd á Reyðarfirði en hefur nú fært sig þvert yfir landið og er gæðastjóri hjá Arnarlaxi á Bíldudal. Hana langar til Maldiveeyja og finnst  gott að dunda með börnunum og borða góðan mat í góðum félagsskap.

Nafn:

Silja Baldvinsdóttir.

Hvaðan ertu?

Fædd og uppalin á Reyðarfirði.

Fjölskylduhagir?

Einhleyp með þrjú börn sem heita Mardís Ylfa, Magnús Kristján og Sædís Ey.

Hvar starfar þú núna?

Gæðastjóri hjá Arnarlaxi ehf. á Bíldudal.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég hef verið tengd sjávarútvegi í kringum minn fyrrverandi frá því árið 2007. En hóf störf hjá Arnarlaxi í apríl 2019.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytnin í starfi mínu, áskoranir og samskipti við allskonar skemmtilegt fólk.

En það erfiðasta?

Að slökkva allskonar elda hér og þar sem eru nú sem betur fer bara mjög fáir! Lítið erfitt, bara skemmtilegt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að brjóta (alveg óvart) reglurnar sem ég hef sett sem gæðastjóri, tiplandi á inniskónum á ranga staði og kyssa stóra feita grásleppu úti á kví.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ken sem er nú farinn aftur til Noregs.

Hver eru áhugamál þín?

Ferðast innan- og utanlands, dunda með börnunum, borða góðan mat í góðum félagsskap, hreyfing, kajak, góðir þættir og svo er nýjasta nýtt gönguskíði (kann samt ekki neitt!).

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Laxa sushi og sashimi (sem ég er að mastera úr flotta laxinum okkar), fiskréttir og ítölsk Rucola pizza með nóg af hráskinku og parmesan.

Hvert færir þú í draumfríið?

Í kósý í afskekktum bústað umkringdum trjám, arineldi og með gott rauðvínsglas. Svo væri nú gaman að fara til Maldiveeyja.

 

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hafsbotninn kortlagður

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt af stað í kortlagningu hafsbotnsins þann 23. júní og mun leiðangurinn standa til 1. júlí....

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...