-->

Aðalfundur LS framundan

  1. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand Hótel 17. og 18. október næstkomandi.  Öll svæðisfélögin 15 hafa nú haldið aðalfundi og samþykkt tillögur sem teknar verða fyrir á aðalfundinum.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa kjörnir fulltrúar svæðisfélaga LS 36 að tölu, stjórn og framkvæmdastjóri.

Öllum félagsmönnum er heimilt að taka þátt í aðalfundinum þar sem þeir hafa málfrelsi og tillögurétt.   Þeir sem hafa hug á að mæta verða skráðir sem áheyrnarfulltrúar og er skráning þegar hafin.

Fundurinn hefst á fimmtudag klukkan 13.00 og verður á Grand Hótel. Fundurinn byrjar með ávarpi Axels Helgasonar formanns félagsinn og flutningi skýrslu Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra félagsins. Þá flytur sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson erindi.

Að erindi ráðherrans loknu verður skipað í nefndir og taka þær til starfa. Klukkan 08.00 á föstudag verður ársreikningur Landssambandsins kynnir. Nefndir kynna niðurstöður sínar og verða þær ræddar og um þeir greidd atkvæði. Þá fer fram kjör stjórnar og formanns, sem síðan slítur fundinum

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Smjörsteiktur þorskur

Nú höfum við það einfalt, hollt og gott. Og auðvitað erum við með þorsk. Þetta er fljótleg og þægileg uppskrift og réttur sem...

thumbnail
hover

„Maðurinn er mannveisla“

Maður vikunnar í dag starfar hjá Slippnum á Akureyri. Hann er þessa dagana að vinna í verkefnastjórnun fyrir næsta vinnsluþilfar, ...

thumbnail
hover

Nýr Áskell á heimleið

Nýr Áskell ÞH 48 hefur verið afhentur Gjögri hf. Í Noregi og er væntanlegur til Grindavíkur á mánudaginn kemur. Þann 25. septembe...