-->

Aðalfundur LS framundan

  1. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand Hótel 17. og 18. október næstkomandi.  Öll svæðisfélögin 15 hafa nú haldið aðalfundi og samþykkt tillögur sem teknar verða fyrir á aðalfundinum.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa kjörnir fulltrúar svæðisfélaga LS 36 að tölu, stjórn og framkvæmdastjóri.

Öllum félagsmönnum er heimilt að taka þátt í aðalfundinum þar sem þeir hafa málfrelsi og tillögurétt.   Þeir sem hafa hug á að mæta verða skráðir sem áheyrnarfulltrúar og er skráning þegar hafin.

Fundurinn hefst á fimmtudag klukkan 13.00 og verður á Grand Hótel. Fundurinn byrjar með ávarpi Axels Helgasonar formanns félagsinn og flutningi skýrslu Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra félagsins. Þá flytur sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson erindi.

Að erindi ráðherrans loknu verður skipað í nefndir og taka þær til starfa. Klukkan 08.00 á föstudag verður ársreikningur Landssambandsins kynnir. Nefndir kynna niðurstöður sínar og verða þær ræddar og um þeir greidd atkvæði. Þá fer fram kjör stjórnar og formanns, sem síðan slítur fundinum

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Aukinn fjölbreytileiki, sterkari stoðir

„Aukinn fjölbreytileiki útflutningsgreina treystir gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Ábatinn verður sérstaklega áberandi þegar í ...

thumbnail
hover

Vetrarmælingum á ástandi sjávar lokið

Lokið er 14 daga vetrarferð rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar í kringum landið, sem er hluti af vöktunarverkefninu Ástand sjáva...

thumbnail
hover

Samherji leigir Smáey

Vegna seinkunar á afhendingu nýs Harðbaks hefur Samherji tekið togarann Smáey VE-444 á leigu næstu tvo mánuðina. Um er um að ræð...