Æfðu reykköfun í gamla Herjólfi

Deila:

Varðskipið Þór er nú við eftirlit og önnur störf á miðunum í kringum landið. Þegar varðskipið var í Vestmannaeyjum á dögunum nýttu skipstjórnarmenn og reykkafarar Þórs tækifærið og kynntu sér aðstæður um borð í nýja Herjólfi. Slíkur undirbúningur er mikilvægur til að reykkafarar varðskipsins séu geti brugðist við á fumlausan hátt ef á reynir.

Einnig nýtti áhöfnin tækifærið og æfði reykköfun um borð í gamla Herjólfi. Reykkafararnir leituðu tveggja manna í farþegarými skipsins og björguðu. Æfing sem þessi er mikilvægur liður í að viðhalda þjálfun og þekkingu skipverjanna á að bregðast við erfiðum aðstæðum hvar sem er.

Æfingin gekk afar vel og til stendur að halda svipaða æfingu um borð í nýja Herjólfi. Þá hélt áhöfn varðskipsins einnig æfingu með áhöfninni á TF-EIR fyrr í mánuðinum.

 

Deila: