-->

Ættum öll að vera stolt af íslenskum sjávarútvegi

Hann byrjaði 13 ár á sjó með afa sínum og fór fyrst á togara 15 ára. Sjórinn hefur verið starfsvettvangur hans og meðal annars hefur hann verið skipstjóri á gildruveiðum við Ástralíu. Nú starfar hann við Arctic Prime Fisheries ApS. Whitsunday Islands í Ástralíu er draumastaður sem hann langar á.

Nafn:

Daníel Guðbjartsson

Hvaðan ertu?

Kópavogi.

Fjölskylduhagir?

Einhleypur.

Hvar starfar þú núna?

Arctic Prime Fisheries ApS.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði að fara á sjóinn með afa þegar ég var 13 ára. Þegar ég var 15 ára, fór ég í fyrsta skiptið á togara, Sturlaug H Böðvarsson AK-10.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Án efa er það fjölbreytnin dag frá degi, Íslenskur sjávarútvegur hefur tekið stakkaskiptum síðasta áratuginn og mun halda því áfram. Ísland er með einn fremsta sjávarútveg í heimi, að starfa í Íslenska sjávarútveginum ásamt öllu því frábæra fólki sem starfar í greininni eru mikil forréttindi sem við ættum öll að vera stolt af.

En það erfiðasta?

Erfiðast er að vera í kringum fólk sem er mjög neikvætt í garð atvinnugreinarinnar, því miður í sumum tilfellum er það byggt á misskilningi.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það var sennilega þegar ég lenti í því að fá 6 metra Tiger shark flæktan í milliból (á gildruveiðum) þegar ég var skipstjóri í Ástralíu.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þetta er ekki beint auðveld spurning, en einn sá skemmtilegasti er Örvar Andri Sævarsson. Við rérum saman á Múlaberginu samhliða stýrimannaskólanum, það var mikið um fíflagang, grín og glens hjá okkur félögunum.

Hver eru áhugamál þín?

Alþjóðlegur sjávarútvegur, fótbolti, veiði og ferðast, svo eitthvað sé nefnt.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Þorskhnakkar eru mjög ofarlega á lista. Hnakkar úr sjófrystum flökum eru lang bestir, vefja þá í beikoni og grilla er algjört hnossgæti.

Hvert færir þú í draumfríið?

Whitsunday Islands í Ástralíu, alveg truflað svæði og fullkomið að fara þangað til að slappa af og njóta.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sigurður Davíð Stefánsson til Sjávarklasans

Sigurður kláraði BSc í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017. Hann lauk síðan meistaranámi sínu í rekstrar...

thumbnail
hover

Stuðla að bættri bátavernd

Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út fornbátaskrá og leiðarvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa. Útgá...

thumbnail
hover

Aukið aflaverðmæti hjá Brimi

Heildarafli (slægður) skipa Brims var 140 þúsund tonn á árinu 2019, sem er rúmlega 27 þúsund tonnum minni afli en 2018. Ástæða m...