-->

Aflamarksfærslur heimilar til 15. sept

Nú fer hver að verða síðastur til að laga stöðu sinna skipa vegna fiskveiðiársins 20/21. 

Fyrsta hálfa mánuð nýs fiskveiðiárs hefur verið hægt að færa aflamark milli skipa bæði vegna fiskveiðiársins 2020/2021 og 2021/2022.

Til og með 15. september á það við um rafræna millifærslukerfið þar sem hægt er að færa milli óskyldra aðila að það kerfi mun eingöngu nýtast til að færa aflamark sem tilheyrir fiskveiðiárinu 2020/2021.  

Þurfi menn á þessu tímabili að færa aflamark innan nýja fiskveiðiársins 2021/2022 er nauðsynlegt að senda inn beiðni til Fiskistofu þar um með gamla laginu, þ.e. með eyðublaði af vef Fiskistofu.  Tekið verður gjald fyrir aflamarksfærslur í samræmi við gjaldskrá stofnunarinnar.

Eftir 15. september verður síðan hægt að nýta rafræna kerfið til að millifæra aflamark innan nýja fiskveiðiársins.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja láta rannsaka hvort útgerðin svíki...

Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að f...

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn kominn með nema eftir árs...

Gró Sjávarútvegsskóli sem starfar undir hatti UNESCO hefur fengið nema að nýju eftir árs hlé vegna Covid19. Þetta er stærsti hóp...

thumbnail
hover

Mikið um þörungablóma fyrir austan

Þörungablómi fyrir austan virðist óvenju mikill miðað við árstíma. Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af blóðrauðum sjó ...