-->

Aflasamdráttur á nýliðnu fiskveiðiári

Heildarafli íslenska flotans á fiskveiðiárinu 2019/2020, frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020, nam rúmlega 1.017 þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra rúm 1.100 þúsund tonn. Þetta er samdráttur í heildarafla sem nemur um 7,5% eða um 83 þúsund tonnum samkvæmt samantekt Fiskistofu.

Botnfiskur

Á fiskveiðiárinu 2019/2020 veiddu íslensk skip um 6.400 tonnum meira af þorski en á fyrra ári innan landhelgi. Afli í Barentshafsþorski minnkaði um 3.8 þúsund tonn milli ára.  Ýsuaflinn minnkaði um rúm 11 þúsund tonn á milli ára. Heildaraflinn í botnfiski á þessu tímabili er rúm 483 þúsund tonn upp úr sjó samanborið við rúm 513 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta er samdráttur í botnfiskveiðum upp á tæp 30 þús. tonn, þ.e. um 5,7%.

Uppsjávarfiskur

Á fiskveiðiárinu nam uppsjávarafli íslenskra skipa um 521 þúsund tonnum. Það er tæplega 47 þúsund tonnum eða rúmum 8,3% minni afli en á síðasta fiskveiðiári 2018/2019. Milli ára varð aukning á veiði í norsk-ísl. síld um rúm 20 þús. tn. en samdráttur í íslenskri síld um 8 þús. tn. Mikill samdráttur var á veiðum í kolmunna á milli ára, eða rúm 45 þúsund tonn, og veiðin í makríl dróst saman um tæp 14 þúsund tonn. Þá var þetta annað áriðí röð sem loðnuvertíðin brást.

Skel- og krabbadýr

Afli íslenskra skipa í skel- og krabbadýrum á síðasta fiskveiðiári minnkaði um rúm 2.500 tonn á milli ára, sem samsvarar 27% samdrætti og munar þar langmest um samdrátt í sæbjúgnaveiði og úthafsrækju.

Nýting aflamarks- og krókaaflamarksbáta á aflaheimildum í þorski og ýsu

Á fiskveiðiárinu 2019/2020 nýttu aflamarksskip um 94,7% af aflaheimildum sínum í þorski (er þá tekið tillit til flutnings heimilda frá fyrra fiskveiðiári, sérstakra úthlutana auk almennrar úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar). Á fyrra fiskveiðiári var þetta hlutfall 97,7%. Þorskafli aflamarksskipa til kvóta á þessu fiskveiðiári nam tæpum 175 þúsund tonnum.

Þegar litið er til aflamarks í ýsu á sama tímabili þá hafa aflamarksskip nýtt rúm 104,6% ýsukvótans samanborið við rúm 97,6% á fyrra ári, en aflamark í ýsunni var um 10 þúsund tonnum minna fyrir síðasta fiskveiðiár en árið þar á undan. Í heildina þá hafa aflamarksbátar notað rúm 86,2% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár samanborið við rúm 91,2% á fyrra ári.

Krókaaflamarksbátar hafa nýtt tæp 89,1% af aflaheimildum sínum í þorski (er þá tekið tillit til flutnings heimilda frá fyrra fiskveiðiári, sérstakra úthlutana auk almennrar úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar). Á fyrra fiskveiðiári var þetta hlutfall rúm 92,7%. Þorskaflinn hjá þeim var kominn í rúm 36 þúsund tonn í ár, á sama tíma í fyrra var aflinn líka rúm 36 þúsund tonn.

Afli krókaaflamarksbáta í ýsu reyndist rúm 7 þúsund tonn á fiskveiðiárinu og hafa þeir þá nýtt 97,6% krókaaflamarksins í ýsu en í fyrra höfðu þeir notað 80,6%. Í heildina þá hafa krókaaflamarksbátar notað 82,7% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár samanborið við um 82,1% á fyrra ári.

Nánari upplýsingar, talnagögn og tenglar í gagnvirkar síður

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...