Afli og veiðisvæði sæbjúgna

Deila:

Afli af sæbjúgum hefur verið nokkuð sveiflukenndur á undanförnum árum og skýrist það á ýmsan hátt. Sóknin hefur misjöfn, meðal annars með tilliti til markaða hverju sinni. Árið 2008 varð aflinn 11.052 tonn og mestur í fyrra tæp 6.000 tonn.

Veiðunum er nú skipt niður á veiðisvæði sem eru átta. Mestur var aflinn framan af á svæði E sem á Faxaflóa og síðan á svæðum G og H, sem eru úti fyrir Austfjörðum sunnan verðum.  Veiðiheimildum er skipt á svæði og leggur Hafró til að í varúðarskyni verði leyfilegur heildarkvóti á þessu fiskveiðiári ekki meiri en 2.245 tonn. Sé hámarksafla á tilteknu veiðisvæði náð, er því lokað. Einnig eru veiðar stöðvaðar á hrygningartíma sæbjúgnanna.

Á efstu myndinni eru þurrkuð sæbjúgu til sölu á Kastrup flugvellinum í Danmörku. Þau þykja heppileg tækifærisgjöf, en eru nokkuð dýr. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

 

Deila: