-->

Afslappaður og rólegur túr

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Eyjum í gær. Aflinn var mest þorskur. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og spurði hvernig túrinn hefði verið.

„Þessi túr var óskaplega afslappaður og rólegur og í reynd tíðindalítill. Hann hentaði okkur vel að afloknum sjómannadegi. Við vorum bara tvo daga á veiðum á Pétursey og Vík og það var fínasta kropp. Þarna fékkst ágætur millifiskur stútfullur af sandsíli. Það er stoppað rúman sólarhring í landi en við förum út klukkan þrjú í dag. Í næsta túr þarf aflinn að verða blandaðri. Auðvitað mun kvóti komandi fiskveiðisárs hafa áhrif á okkur. Það er samdráttur í þorski, ufsa og karfa en hins vegar umtalsverð aukning í ýsu. Ýsuaukningin kom alls ekki á óvart enda hefur að undanförnu orðið vart við mikla ýsu víða,“ segir Birgir.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Íþyngjandi gjaldtaka hægir á verðmætasköpun í...

„Gjaldtaka í sjókvíaeldi er umfangsmeiri en í flestum öðrum atvinnugreinum hér á landi. Flest fyrirtæki greiða hefðbundin gjöl...

thumbnail
hover

Mikið óveitt af ufsa

Mikið er óveitt af ufsa nú þegar fiskveiðiárinu er að ljúka. Það er svipuð staða og í fyrra. Kvótinn nú er 78.700 tonn, aflin...

thumbnail
hover

ISI tapaði 300 milljónum

Iceland Seafood International (ISI) tapaði 2,1 milljón evra á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 296 milljónum á gengi dagsins, að...