Agalega gott að fá góðan fisk

Deila:

Við höldum okkur við Skagafjörðinn í viðtalinu við mann vikunnar á Kvótanum. Ívar Örn Marteinsson er verkstjóri í landvinnslu Fisk Seafood á Sauðárkróki. Hann byrjaði 16 ára að vinna í rækju hjá Dögun og er eftirminnilegasti vinnufélagi hans Bubbi í Dögun.

Nafn?

Ívar Örn Marteinsson.

Hvaðan ertu?

Ég elst upp á Akureyri. 10 ára flyt ég svo með fjölskyldunni á Sauðárkrók. Lít á mig sem Skagfirðing.

Fjölskylduhagir?

Giftur Thelmu Sif Magnúsdóttur. Við eigum 3 stráka 8 ára, 3 ára og 1 árs.

Hvar starfar þú núna?

Ég er verkstjóri í landvinnslu Fisk Seafood.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði 16 ára gamall að vinna í rækjuverksmiðjunni Dögun. Þar vann maður við pökkun með skóla. Fer svo til Reykjavíkur í nám. Byrjaði aftur að vinna í Dögun 2013, þá sem gæðastjóri.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er alltaf nóg að gera.

En það erfiðasta?

Ekkert erfitt. Þetta eru bara verkefni sem þarf að takast á við.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ekkert sem mér dettur í hug.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Bubbi í Dögun.

Hver eru áhugamál þín?

Ég reyni að spila golf þegar tími gefst til. Svo er gott að fara í Tindastól á snjóbretti og skíði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Mér finnst agalega gott að fá góðan fisk. Humar og rækja eru líka ofarlega á listanum. Svo verður nautasteikin oft fyrir valinu.

Hvert færir þú í draumfríið?

Líklega yrði golf ferð á vel valinn stað fyrir valinu.

 

Deila: