Áldós í maga þorsks

Deila:

Það er ekki ofsögum sagt af græðgi þorsksins. Hann étur allt sem að kjafti kemur og sumt getur verið erfitt að melta. Þessi þorskur reyndist með áldós í kviðnum, líklega bjórdós frá Thule, sem kom í ljós við slægingu. Þetta er ljótt dæmi um sóðaskapinn og umgengni sumra um náttúruna, sem er til skammar. Ekki liggur fyrir hve lengi dósin hefur verið í þorskinum, en að líkindum hefði ekkert beðið hans annað en langdrægur og sársaukafullur dauðdagi. Reyndar er lífi hans lokið eins og sjá má, en dauðann hefur borið nokkuð brátt að. Nú er hann líklega kominn í smærri einingum á matarborð fólks sunnar í álfunni.

Myndirnar eru fengnar af fésbókarsíðu Plokk á Íslandi.

Deila: