Alls staðar fullt af karfa

86
Deila:

Frystitogarinn Höfrungur III AK er nú í höfn í Reykjavík eftir velheppnaða veiðiferð. Að sögn Friðriks Ingasonar, skipstjóra í veiðiferðinni, var heildaraflinn rúm 800 tonn upp úr sjó en skipið var hvort tveggja á Vestfjarðamiðum og SV-miðum. Upp á síðkastið hefur verið erfitt að veiða makrílinn. Skipin hafa verið í Síldarsmugunni og þar hefur mikið verið leitað. Einstaka sinnum finnast torfur og þá fyllast menn bjartsýni en fljótlega dregur úr veiðinni og þá hefst leit á ný. Fiskurinn virðist vera mjög dreifður og þá er erfitt að ná veiðiárangri. Vonandi á þetta ástand eftir að breytast og víst er að þá lyftist brúnin á mörgum. Börkur II NK kom til Neskaupstaðar sl. laugardag með um 670 tonn, þar af rúmlega 500 tonn af síld sem fékkst út af Austfjörðum. Í kjölfarið kom síðan Börkur NK með 490 tonn af makríl og síld. Makríllinn var um 340 tonn af afla skipsins en megnið af síldinni fékkst úr af Austfjörðum. Nú er Bjarni Ólafsson AK á landleið með um 670 tonn og er hann væntanlegur í fyrramálið.

Athygli hefur vakið að niðurstöður rannsóknaleiðangurs, sem nýlega er lokið, sýna að meira magn af makríl sé til staðar í íslenskri lögsögu í ár en í fyrra. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að þéttleiki makrílsins sé lítill og hann því dreifður í hafinu austur af landinu.

,,Við fengum mjög góða ýsuveiði á Látragrunni og það var alls ekki svo mikið af þorski eða öðrum fisktegundum á slóðinni. Þetta var nánast hrein ýsa og stundum þurftum við ekki að toga í nema 10-15 mínútur til að fá góðan afla. Það var mjög mikið af gullkarfa á ferðinni þegar við komum á Halann en með því að beita lagni gátum við fengið ufsa og þorsk,” segir Friðrik í samtali á heimasíðu Brims, en hann getur þess að karfagengdin hafi orðið til þess að hrekja skipið frá veiðum á Halanum. Út af Barðinu, sem er fyrir utan Halann, hafi þeir hins vegar fengið þokkalega þorsk- og grálúðuveiði.
Síðari hluta veiðiferðarinnar vörðu skipverjar á SV-miðum.
,,Við fengum ágætan djúpkarfaafla í Skerjadjúpinu og náðum þar einum mjög góðum degi. Önnur skip voru búin að gera það gott á þessum veiðum marga daga á undan og þó við höfum rétt náð í skottið á þessari hrotu getur maður ekki verið annað en sáttur við aflabrögðin. Við vorum einnig á Fjöllunum og þar eins og svo víða er gullkarfinn að þvælast fyrir okkur. Okkur tókst þó að veiða sæmilegt magn af ufsa. Það var helst með því að draga trollið á nóttinni að okkur tókst að veiða nokkuð hreinan ufsa og forðast karfann,” segir Friðrik Ingason.

Deila: